Um YouTube YouTube

Við trúum því að allir eigi skilið að rödd þeirra fái notið sín og að heimurinn sé betri staður ef við hlustum, miðlum og byggjum samfélag með sögum okkar.

Gildi okkar byggja á fjórþættri frelsishugmynd sem skilgreinir hver við erum.

Tjáningarfrelsi

Við trúum því að fólk eigi að hafa frelsi til að tjá sig, deila skoðunum sínum, rækta opin samskipti og að sköpunarfrelsi leiði til þess að nýjar raddir fái að heyrast, nýir samskiptahættir verði til og nýir möguleikar opnist.

Upplýsingafrelsi

Við trúum því að allir eigi að hafa greiðan og frjálsan aðgang að upplýsingum og að vídeó séu öflugt tæki til fræðslu, aukins skilnings og skrásetningar heimsviðburða, smárra jafnt sem stórra.

Frelsi til tækifæra

Við trúum því að allir eigi rétt á að vera uppgötvaðir, koma fyrirtæki á laggirnar og ná árangri á eigin forsendum og að almenningur – ekki hliðverðir – skuli ákveða hvað sé vinsælt.

Frelsi til að taka þátt

Við teljum að allir ættu að geta fundið samfélög til að styðja við og fá stuðning af, rutt hindrunum úr vegi, náð yfir landamæri og komið saman á grundvelli sameiginlegra áhugamála og hugsjóna.

The latest news from YouTube

Visit the YouTube Blog

Trending topics and videos on YouTube

Visit the Trends Blog